Freyja Eilíf / Reykjavík

Another Port Journey Exchange and our premiere artist in residence from Island – together with the artist Hekla Dögg Jónsdóttir and the art space Kling og Bang we start an exchange with artists from Reykjavík. First to come is Freyja Eilíf, she will stay in Hamburg Mai 2017 and will show some of her works at FRISE.

Freyja Eilíf (f. 1986) er sjálfstætt starfandi myndlistarkvendi sem býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014 og stofnaði sýningarýmið Ekkisens haustið sama ár og rekur það enn ásamt því að teyma hústökusýningar á vegum Ekkisens í öðrum rýmum, bæði hérlendis og erlendis. Freyja vinnur verk í mjög blandaða miðla og oft á tíðum fundið efni.  Hún hefur einnig gefið út þónokkur bókverk og stofnaði til að mynda tímaritið Listvísi – Málgagn um myndlist árið 2012, ritstýrði fyrstu fjórum tölublöðum af því og situr nú í ritstjórnarteymi Listvísi ásamt öðrum myndlistarkvendum. Það sem leiðir Freyju áfram í eigin listsköpun er nálgun á því tungumáli sem er handan orðsins, sjónrænum krafti og mögnun þess sem felst í því að blanda hlutum saman og skapa eitthvað nýtt sem upphefur andann og skyngerir frásagnir í stað þess að skrifa þær. Með þessum vinnuleiðum hefur Freyja áhuga á skráningu á mannlegu lífi, út frá bæði persónulega og samfélagslegu sjónarhorni. Tengingu milli hins innra og ytra og umfjöllunarefni sem getur verið allt frá stjórnmálalegum deiluefnum að andlegri heims- og sálarfræði. Í þau skipti sem Freyja hefur unnið með orð og texta hefur markmiðið hins vegar verið að mynd- og persónugera setningar og pistlar hennar sem birtir hafa verið í Listvísi, Sirkustjaldinu og Artzine, vinnur hún sem gjörninga.

Freyja Eilíf (b. 1986) is a visual artist living and working in Reykjavík. She graduated from the Icelandic Academy of Arts in 2014 and founded Ekkisens Art Space same year which she has directed till this date along with leading Ekkisens projects and group exhibitions in different corners of the world. Freyja works with mixed media and very often found materials. She has published several artist books and also founded Listvísi, an art journal in 2012, edited it’s first four issues and now sits on the Listvísi editorial team. What leads Freyja on in her own art practice is playing with the form of language which is to be found beyond words, visual power and amplification of things mixed together as in a cauldron, creating something which elevates the senses and invents stories instead of writing them. With this work approach, Freyja is interested in entering the human life, from both a personal and societal perspective. Connecting the internal and external with topics which can range from political issues, mystic sciences and psychology. Freyja has also made work through words and text, where the goal has been to create a performance through writing. Her items have been published in Listvísi art journal and on icelandic web media, Artzine and Sirkustjaldið. Overall, she works with a wide range of mixed media in her art.

artist statement

Ég trúi á heilaga list, almáttuga 
listgáfuna og sköpunarkraft hugar og handa. 
Ég trúi á heilaga list, gjöfula arfleifð hennar og innblástur 
sem getinn er af listrænum anda. Fædd af andagift alheims, 
pínd í úthlutun listamannalauna og niðurlægð, dáin og grafin. 
Sem sígur niður í lágmenninguna en rís eins og ekkert sé 
aftur upp til hins háleita og mun þaðan líta niður og dæma listunnendur
og andófsmenn. Ég trúi á listrænan anda, hið heilaga ríkisrekna sýningarrými, samfélag útvaldra, fyrirgefningu fúsksins, 

upprisu nafns míns og eilíft líf.

I believe in Art, the gift of Art almighty 
and man’s artistic power. I believe in Art, it’s generous heritage 
and Inspiration conceived by the spirit of creational power. 
Born of Cosmic Brainstorm, suffered under the allocation 
of artist’s grants, humiliated, died and was buried. 
Thus it descends to low culture but rises up again to the sublime 
from where it glances down to judge both friends and foes. 
I believe in the spirit of Art, the public state gallery, 
society of chosen ones, forgiveness of blunder, 
the resurrection of my name and life everlasting.

Learn more: https://freyjaeilif.com

This is hyperculturalpassengers.org – A portjourneys.org cooperation of Kling go Bang/ Reykjavík and FRISE/ Hamburg

With friendly support of the Ministry of Culture Hamburg / Elbkulturfonds Hamburg